Vefhönnun

Vefhönnun er fyrsta skrefið í að koma þínu fyrirtæki í kjörstöðu á netinu. Vefhönnun er mikilvægur grunnur fyrir allt sem koma skal. Hér setjum við líf í hugmyndina, pælinguna eða óskina, með því að þarfagreina þína sín á verkefninu. Samskipti milli okkar og þín eru mikilvæg á þessu stigi og viljum við ganga úr skugga um að allt það sem þarf að vera til staðar, vera hægt að gera og komast til skila sé túlkað í hönnuninni og fylgi því yfir í forritun.

Eftir hönnunarferlið eru allir aðilar máls sáttir. Verkefnið fær stefnu sem er í takt við þarfir og sýn þína.

Þarfagreining

Við höfum góða reynslu þegar kemur að vefhönnun (Sjá hér) og erum því í stakk búinn að aðstoða þig, sama á hvaða stigi hugmyndin þín er, með að koma þinni sýn á vefinn þinn. Við erum með svokallaða „no bullshit“ stefnu, við felum ekkert og komum hreint fram. Köstum á milli hugmyndum og pælingum, við hættum ekki fyrr en við erum öll sátt. Með því að gefa sér tíma í hönnunarferlið erum við að ganga úr skugga um að vefurinn sé að virka á þann hátt sem hann á að gera.

Vefhönnunarferlið

Eftir þarfagreiningu og hugmyndavinnu hefjum við vefhönnunina. Í takt við þá vinnu sem nú þegar hefur verið innt af hendi setjum við fram fyrsta uppkast og köllum eftir viðbrögðum, ræðum, aðlögum og skilum uppkasti númer tvö. Þetta ferli gengur þangað til þú segir flott, við viljum að þú sért sátt/ur, það er því ekkert stress hér að okkar hálfu.

Avista Web Design - Avista.is

Hvers vegna er vefhönnun mikilvæg?

Vefhönnunin er grunnurinn að því sem koma skal. Með því að gefa sér tíma í vefhönnunarferlið erum við að tryggja að vefurinn taki mið af öllum þörfum þjónustunnar. Við listum upp alla þá tæknilegu hluti og sérvirkni sem á að vera til staðar skoðum notkunarmöguleika og fínstillum stíl, liti myndir og annað. Þegar allt er til staðar leggjum við í forritunina.

Hefur þú áhuga á að þróa þinn vef með okkur?

Vefhönnun er yndisleg og við njótum í botn að vinna verkefni með góðu fólki. Endilega hafðu samband við okkur og sjáum hvort við getum ekki hafið gott samstarf!

Related projects

Engin landamæri.

Við vinnum með fyrirtækjum & einstaklingum um allan heim.

# # # # # # #

Reykjavík Ísland view map

Barcelona Spánn view map

San Francisco USA view map