Vefhýsing

Avista Cloud eru vefhýsingarlausnir í umsjón þar sem við sjáum alfarið um tæknilegu hliðina. Vefhýsingin er sérsniðin og skalanleg að þörfum verkefnisins til að tryggja bæði hraða og öryggi. Þegar vefur er í hýsingu hjá okkur getum við brugðist mun hraðar við beiðnum og tryggt verkferla til muna.

Hraði, áræðanleiki og uppitími er lykillinn að árangri þíns fyrirtækis og ánægju þinna viðskiptavina

Í öruggum höndum

Wordpress vefhýsing í umsjón

Við sjáum til þess að vefurinn þinn sé alltaf að keyra á nýjustu tækni og er vaktaður allan sólarhringinn til að tryggja uppitíma og hámarks afköst.

Vefþjónn sem vex með fyrirtækinu

Eftir því sem umferð, virkni og stærð vefsins verður meiri, eykst þörfin á öflugri vefþjónum.

DNS & léna umsjón

Við hjálpum þér að eignast lén og sjáum um allar tengingar og umsjón í gegnum Cloudflare.

Öryggi og áræðanleiki

Með Avista Cloud getur þú verið viss um að vefurinn þinn er í öruggum höndum.

Avista Cloud

Vefhýsing hýsir þinn vef og heldur honum lifandi á vefnum. Vefhýsing hýsir öll þau gögn sem saman mynda vefsíðu á tilteknum vefþjónum. Þessir vefþjónar eru tölvur tengdar internetinu og sjá til þess að þín síðan birtist notendum hennar. Kraftmikklir og öruggir vefþjónar eru grunnstoð í því að vefsíða virki sem skyldi og bjóði notendum uppá fyrsta flokks upplifun. Avista hefur síðan 2013 boðið viðskiptavinum sínum upp á gæða vefhýsingu skalaða að þörfum hvers og eins.

Hafa samband

Wordpress vefhýsing

WordPress vefhýsing er í uppáhaldi hjá okkur. Hér getum við stjanað við vefþjóninn og þar af leiðandi tryggt hraða, öryggi og virkni vefþjónsins. Vefhýsingin er algjörlega stjórnað af okkur með það markmið að sjá til þess að hver og einn vefur sé að fullnýta sína möguleika. Með WordPress vefhýsingu hjá Avista ert þú að tryggja fyrsta flokks vefhýsingu fyrir þinn vef. Hugsanlega besta vefhýsing sem völ er á.

Hafa samband

Aðrir möguleikar í vefhýsingu

Aðrir, en ekki síðri möguleikar í vefhýsingu. Ekki allar vefsíður eða veflausnir lifa á WordPress. Avista leggur kapp sitt við að veita afbragðs vefhýsingu fyrir öll vefkerfi og því höfum við vefþjóna sem geta tæklað hvaða verkefni sem er. Við höfum umsjón með vöktun, uppfærslum og öryggi til að halda vefnum í topp standi.

Hafa samband
Avista Cloud

Lén

Lén er heitið á þinni vefsíðu; vefurinnminn.is. Við tökum glöð á móti þér og aðstoðum við að finna lén sem hentar þínum vef. Lén er fyrsta skrefið í vefsíðugerð, Avista býður upp á flestar léna endingar, hvort sem þú vilt fara hefðbundnar leiðir eða standa upp úr með óhefðbundnum léna endingum.

Hafa samband

Í góðu samstarfi

  • Sendgrid logo

Vefsíður í Avista Cloud