Vefhönnun

Við sérhæfum okkur í vefhönnun þar sem notagildi og fallegt útlit haldast hönd í hönd. Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum í gegnum allt hönnunarferlið þar sem útkoman verður fáguð og stílhrein hönnun sem ýtir undir jákvæða ímynd fyrirtækisins. Segðu okkur hvað þú ert að hugsa og látum boltann rúlla.

Vefforritun

Notandavæn viðmót í bland við skilvirka forritun tryggja hámarks nýtni og lágmarks viðhald á okkar vefsíðum og vefkerfum.  Við byggjum ofan á „open-source“ lausnum sem tryggja sveigjanleika og lægri kostnað fyrir okkar viðskiptavini.

Leitarvélabestun og stafræn markaðssetning

Við sjáum um að leitarvélabesta vefsíður ásamt því að setja upp auglýsingaherferðir á hinum ýmsum stafrænu miðlum. Við tryggjum að vefurinn þinn skili sér til þíns markhóps þar sem útkoman er vel mælanleg og hægt að sjá svart á hvítu hvað sé að virka fyrir þitt fyrirtæki.

Avista Care - We take care of you - Avista.is -

Avista Care

Viðhald á vefsíðu og tengdum kerfum er nauðsynlegt til þess að tryggja öryggi & virkni sem skilar sér svo í lægri kostnaði til lengri tíma. Avista Care tekur á þessum málum sem og mörgum öðrum.

Vörumerkjaþróun

Hvort sem ætlunin sé að þróa nýja hugmynd eða endurskoða núverandi vörumerki þá taka hönnuðir okkar vel á móti þér uppfullir af sköpunargáfu tilbúnir að skilgreina & móta ímynd þíns fyrirtækis.

Hosting Avista

Vefhýsing

Avista sérhæfir sig í hýsingum á vefsíðum og öðrum kerfum. Fyrsta flokks vélbúnaður í bland við mikla sérþekkingu tryggir hámarksöryggi, hraða og uppitíma á þínum vefkerfum.

Engin landamæri.

Við vinnum með fyrirtækjum & einstaklingum um allan heim.

# # # # # # #

Reykjavík Ísland view map

Barcelona Spánn view map

San Francisco USA view map