Branding

Vörumerkjaþróun eða branding er atriði sem vert er að skoða þegar kemur að fyrirtækjarekstri. Okkur finnst þetta skemmtilegt ferli, sama hvort um ræðir að fríska upp á núverandi vörumerki eða þróa nýtt frá grunni. Branding ferlið leggur áherslu á endurspegla menningu, gildi og stefnu fyrirtækis, hvernig náum við að spegla fyrirtækið í lógói og vörumerki fyrirtækisins?

Með markvissri vinnu, sköpunargleði og ígrundun setjum við fram vörumerki sem endurspeglar grunngildi fyrirtækis sem ber það með stolti.

Branding frá grunni

Það gæti vel verið að sá tími sé kominn, nú þarf að breyta vörumerkinu. Hvort sem um rótgróið fyrirtæki eða frumkvöðlastarf sé að ræða Avista er í stakk búið að koma með lausnir fyrir öll vörumerki. Við teljum okkur vera sérfræðinga á þessu sviði, en eitt er víst, við erum ekki sérfræðingar þegar kemur að þínu fyrirtæki eða þinni starfsemi. Við leggjum höfuðáherslu á að viðskiptavinurinn taki virkann þátt í þessu ferli. Við lærum og skiljum þarfir og stefnu þína, hvað það er sem á að varðveita, hvað það er sem á að breyta. Hugmyndavinnan felst í þvi að kasta á milli hugmyndum með hreinskilni og gagnrýnni hugsun að vopni. Við ætlum okkur að skapa vörumerki og branding sem við erum öll stolt af.

Avista Branding4 - Avista.is

Þarf ég að veita branding athygli?

Við þurfum þess ekki nei. Aftur á móti stöndum við í þeirri trú að með því að hafa samræmi á öllum sviðum fyrirtækis skapast sterkari grunnur, aukið traust og samstaða innan fyrirtækis sem og hjá viðskiptavinum. Allur vefpóstur er sendur út með eins undirskrift og sama lógói. Litir eru notaðir á réttum stöðum á réttan hátt og allt prentefni heldur stefnu vörumerkisins. Branding er í raun að setja regluverk utan um ýmsa litla sem stóra hluti þegar kemur að því að sýna vörumerkið.

Avista Care - Work together - avista.is

Ert þú í Branding hugleiðingum?

Ekki hika við að hafa samband. Snjallúrin okkar biðja okkur um að standa frá tölvunni reglulega, svo endilega kíktu í kaffi og heilsaðu upp á okkur. Við erum alltaf til í gott spjall.

Related projects

Engin landamæri.

Við vinnum með fyrirtækjum & einstaklingum um allan heim.

# # # # # # #

Reykjavík Ísland view map

Barcelona Spánn view map

San Francisco USA view map