Allt um okkur hjá Avista

Avista er vefstofa með aðsetur í Reykjavík, Barcelona og San Francisco. Hjá fyrirtækinu vinna reynslumiklir einstaklingar á sviði hönnunar og forritunar sem ásamt verkefnastjórum skapa frábæra og órjúfanlega heild.

Við höfum unnið okkur inn gott orð fyrir persónulega þjónustu í bland við góða hönnun og notandavæna vörur. Við hvetjum þig til þess að skoða verkin okkar & þá þjónustu sem við bjóðum upp á og hlökkum að sama skapi að heyra í þér.

Reykjavík city center

Reykjavík, Ísland

Avista er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Nánar tiltekið Sóltúni 24. Reykjavík er miðstöðin okkar, meginþorri starfseminnar fer fram þar. Kaffivélarnar eru tvær, fundaraðstöður tvær, önnur formlegri hin óformlegri, skrifstofurýmið er opið og bjart. Þegar sólin lætur sjá sig eru tvær svalir tilvaldar fyrir kaffibollann eða grillið.

Barcelona city view

Barcelona, Spánn

Síðan seinni hluta 2017 hefur Avista verið með aðsetur í Barcelona á Spáni. Hvort ástæðan sé sólin og maturinn eða þau spennandi verkefni sem Avista er með á Spáni er umræða sem vert er að taka, helst í sólinni í Barcelona. Avista athafnar sig í Poble Sec hverfinu efst á hinni svokölluðu Tapas götu borgarinnar, Carrer de Blai. Ef þið eigið leið hjá, heilsið upp á okkur.

San Francisco city view

San Francisco, Bandaríkin

Það hafa mörg skemmtileg verkefni komið inn á borð Avista síðan fyrirtækið setti annan fótin til San Fransico árið 2012. Avista hefur átt farsætl samstarf við þónokkrar auglýsingastofur í borginni undanfarin ár og hver veit nema draumurinn um að hanna auglýsingu fyrir Times Square rætist á næstunni?

Engin landamæri.

Við vinnum með fyrirtækjum & einstaklingum um allan heim.

# # # # # # #

Reykjavík Ísland view map

Barcelona Spánn view map

San Francisco USA view map