Skilmáli, öryggismál og persónuupplýsingar

Avista ehf
Kennitala 450613-1180
VAT: 114844
Sóltún 24, 2. hæð.
105 Reykjavik, Ísland.

Vinsamlegast lesið vel yfir skilmála vefsins áður en notkun hans hefst. Með því að nota vefinn staðfestir notandi að hann samþykki þennan skilmála og innihalds hans.

Avista leggur kapp á að allar upplýsingar á vefsíðu Avista séu réttar, uppfærðar reglulega og standist framboð á þjónustuliðum fyrirtækisins. Avista ábyrgist ekki að upplýsingar séu ávallt réttar og tenglar og hlekkir virki. Allar ábendingar um hvernig megi betrumbæta vefinn eru vel þegnar á netfangið [email protected]. Aðgangur að vefsíðunni telst valkvætt og hefur Avista rétt til að takmarka aðgang að vefnum, loka honum tímabundið eða alfarið kjósi fyrirtækið svo.

Avista ber enga ábyrgð á notkun vefsins og efni hans. Notendur nota vefinn á eigin ábyrgð. Vefurinn skal vera notaður á löglegan hátt og falla undir siðferðis og lagalegar reglur.

Vafrakökur

Við notkun á þessari vefsíðu verða til upplýsingar um heimsóknina. Avista notar þessar upplýsingar til að betrumbæta vefsíðuna og upplifun notenda hennar. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um lagalega skyldu sé að ræða. 

Vafrakökum er safnað í þeim tilgangi að telja heimsóknir sem og greina notendaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upplýsingar eru greindar með því markmiði að bæta upplifun notenda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum. 

Avista notar Google analytics til að safna gögnum, þar koma fram upplýsingar um hverja heimsókn, hversu lengi hún varði, hvert notandi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu.

Notandi hefur rétt til að óska eftir því að vefurinn safni ekki persónuupplýsingum um hann. Óski notandi eftir því að nálgast persónuupplýsingar sem vefurinn hefur safnað um sig er hann beðinn um að senda tölvupóst á [email protected]

Hugverkarréttindi

Þessi vefur er hannaður og forritaður af Avista ehf. Vefurinn er hugverk Avista og er bundinn lögum um höfundarrétt og sáttmála um allan heim.

Leyfilegt er að nota vefinn og efni hans í kynningar og aðra framsetningu svo lengi sem höfundaréttur sé tileinkaður Avista. Ekki skal breyta eða bæta við efnið, myndir, myndbönd, hljóðupptökur eða annað efni án leyfis höfunda.

Öryggi vefsins

Avista notast við SSL skilríki. Þessi skilríki tryggja það að vefurinn er dulkóðaður með HTTPS eða Hypertext Transfer Protocol Secure. HTTPS er samskiptareglur milli notenda og vefsíðu sem verndar heiðarleika og trúnað allra þeirra upplýsinga sem flæða á milli tölvu notendans og síðunnar, með því að dulkóða öll samskipti notanda við vefsíðuna.

HTTPS öryggið er þrískipt.

  1. Dulkóðun: Dulkóðar öll gögn sem fara á milli tölvu notandans og vefþjóns vefsíðunnar til að vernda þau gegn þeim sem reyna að ,,hlusta’’ á gögnin. Á meðan notandi vafrar um heimasíðuna sér dulkóðunin um það að enginn geti ,,hlustað’’ á það sem notandinn gerir á síðunni og stolið upplýsingum.
  2. Heiðarleiki gagna: Á ferð sinni milli tölvu og vefþjóns helst heiðarleiki gagna, það er ekki hægt að breyta og sýkja gögnin á ferðalaginu án þess að það uppgötvist.
  3. Auðkenning: Gengur úr skugga um það að notandinn sé í samskiptum við áætlað vefsvæði. Auðkenningin verndar notandann gegn ,,manninum í miðjunni árásum´´(e. Man in the middle).

Avista meðhöndlar persónuupplýsingar sem kunna að safnast við notkun á vefnum í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Lögð er áhersla á að meðhöndlun persónuupplýsinga fari fram með löglegum hætti og séu einungis meðhöndlaðar af viðeigandi aðila á viðeigandi hátt.

Breytingar og fyrirvari

Vefur Avista er í stöðugri þróun sem og skilmáli hans. Notendur eru hvattir til að kynna sér skilmálann reglulega og athuga breytingar á honum. Nýjar síður og notkunarmöguleikar kunna að bætast við í framtíðinni og kunnu þær breytingar að falla undir skilmálann. Spurningar, athugasemdir eða nánari upplýsingar um skilmálann eða vefinn í heild skulu berast á [email protected].

Síðast uppfært: 15. Júlí 2019.

Engin landamæri.

Við vinnum með fyrirtækjum & einstaklingum um allan heim.

# # # # # # #

Reykjavík Ísland view map

Barcelona Spánn view map

San Francisco USA view map