Vefhýsing

Vefhýsing hýsir þinn vef og heldur honum lifandi á vefnum. Vefhýsing hýsir öll þau gögn sem saman mynda vefsíðu á tilteknum vefþjónum. Þessir vefþjónar eru tölvur tengdar internetinu og sjá til þess að þín síðan birtist notendum hennar. Kraftmikklir og öruggir vefþjónar eru grunnstoð í því að vefsíða virki sem skyldi og bjóði notendum uppá fyrsta flokks upplifun. Avista hefur síðan 2013 boðið viðskiptavinum sínum upp á gæða vefhýsingu skalaða að þörf hvers og eins.

Wordpress vefhýsing

WordPress vefhýsing er í uppáhaldi hjá okkur. Hér getum við stjanað við vefþjóninn og þar af leiðandi tryggt hraða, öryggi og virkni vefþjónsins. Vefhýsingin er algjörlega stjórnað af okkur með það markmið að sjá til þess að hver og einn vefur sé að fullnýta sína möguleika. Með WordPress vefhýsingu hjá Avista ert þú að tryggja fyrsta flokks vefhýsingu fyrir þinn vef. Hugsanlega besta vefhýsing sem völ er á.

Aðrir möguleikar í vefhýsingu

Aðrir, en ekki síðri möguleikar í vefhýsingu. Ekki allar vefsíður eða veflausnir lifa á WordPress. Avista leggur kapp sitt við að veita afbragðs vefhýsingu fyrir öll vefkerfi og því höfum við vefþjóna sem geta tæklað hvaða verkefni sem er. Við höfum umsjón með vöktun, uppfærslum og öryggi til að halda vefnum í topp standi.

Web development - Imac on table - avista.is

Lén

Lén er heitið á þinni vefsíðu; vefurinnminn.is. Við tökum glöð á móti þér og aðstoðum við að finna lén sem hentar þínum vef. Lén er fyrsta skrefið í vefsíðugerð, Avista býður upp á flestar léna endingar, hvort sem þú vilt fara hefðbundnar leiðir eða standa upp úr með óhefðbundnum léna endingum.

Cloudflare

Okkar miðstöð þegar kemur að því að sýsla með lén er Cloudflare. Lén er í raun ekkert annað en heiti vefsíðu og þarf að tengja allt efni hennar við lénið. Hér kemur Cloudflare sterkt inn, þessi miðstöð leyfir okkur að nýta öflugustu tækni og nýjustu verkferla í umsýslu léna. Hraðasta DNS þjónusta sem völ er á, statísk gögn þjöppuð og geymd nær notendum með CDN dreifineti sem eykur hrafa vefsíðu til muna ásamt fjölda annara notkunarmöguleika gerir Cloudflare að einstakri þjónustu sem Avista sérhæfir sig í. Öll lén tengd í gegnum Cloudflare þjónustuna eru með frítt SSL leyfi á bakvið sig.

Avista Care - Work together - avista.is

Komdu í bestu vefhýsinguna!

Sendu okkur línu og komdu í afbragðs vefhýsingu hjá traustu fyrirtæki. Við erum líka mjög skemmtileg og ætlum okkur að senda út jólakort árið 2019!

Related projects

Engin landamæri.

Við vinnum með fyrirtækjum & einstaklingum um allan heim.

# # # # # # #

Reykjavík Ísland view map

Barcelona Spánn view map

San Francisco USA view map