Cloudflare
Okkar miðstöð þegar kemur að því að sýsla með lén er Cloudflare. Lén er í raun ekkert annað en heiti vefsíðu og þarf að tengja allt efni hennar við lénið. Hér kemur Cloudflare sterkt inn, þessi miðstöð leyfir okkur að nýta öflugustu tækni og nýjustu verkferla í umsýslu léna. Hraðasta DNS þjónusta sem völ er á, statísk gögn þjöppuð og geymd nær notendum með CDN dreifineti sem eykur hrafa vefsíðu til muna ásamt fjölda annara notkunarmöguleika gerir Cloudflare að einstakri þjónustu sem Avista sérhæfir sig í. Öll lén tengd í gegnum Cloudflare þjónustuna eru með frítt SSL leyfi á bakvið sig.