Um verkefnið
Vitundavakning gagnvart gróðurhúsaáhrifum og viðbrögð okkar gegn þeim eru samkvæmt spekingum helsta ógn mannkynsins. Treememberme býður einstaklingum og fyrirtækjum upp á möguleikan á að kolefnisjafna líf sitt og taka því eitt skref af mörgum í að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum. Í gegnum vefinn getur þú pantað tré og fengið nákvæma staðsetningu trésins og staðfestingu þegar búið er að gróðursetja tréið. Í framhaldinu getur þú fylgst með trjánum vaxa og ef viljinn er fyrir hendi búið til þinn eigin skóg í gegnum Treememberme.
Treememberme hefur verið spennandi og gefandi verkefni frá fyrsta fundi og sá Avista um firmamerki, liti og letur ásamt hönnun og forritun á vefsíðunni. Einfaldleiki, náttúran og viljinn til að bregðast við skýn í gegnum vefinn. Með notendavænu viðmóti og alvöru gögnum til að styðja verkefnið er verið að bjóða upp á ákjósanlega lausn í viðbrögðum við gróðurhúsaáhrifum. Kíktu á Treememberme og gróðursettu tré!