Postermarket

Um verkefnið

Atvinnugrein: Plaköt og prent

Postermarket.is býður upp á plaköt hönnuð af hinum ýmsu listamönnum og sendir hvert sem er í heiminum. Hugmyndin var skýr frá fyrsta degi, útbúa vettvang fyrir listamenn til að koma sinni list á framfari út um allan heim. Listamaðurinn þarf ekki að hugsa um tæknilegu hliðina, sendingar á vörunni eða öðrum vefmálum, einfaldlega bara hanna, teikna og skapa.

Avista kom að hönnun, forritun fyrir Poster Market. Lógó var fyrst á dagskrá, hér var ákveðið að notast við þykka svarta stafi á hvítum bakgrunn, en það þema helst í gegnum vefinn. Einfaldleikinn og stílhreint viðmót var númer eitt, tvö og þrjú. Listinn fær að njóta sín í vefviðmótinu, sniðmót vefsins eru ekki að flækjast fyrir með björtum litum eða hreyfingu á einstaka þáttum.

Veflausnin sjálf tengist prenthúsum út um allan heim sem standast staðla Poster Market í gæðum á pappír og prenti. Miðað er við staðsetningu þegar notandi verslar í gegnum vefinn og varan send frá því prenthúsi sem er næst.

Hefur þú áhuga á að selja á Poster Market? Það er ekkert mál, vefurinn býður upp á innskráningarmöguleika þar sem þú skráir þig, fylgir kröfum Poster Market í uppsetningu á plakötum og byrjar að selja. Hver listamaður er með sinn prófíl ásamt möguleika á bloggi og öðrum fídusum. Endilega kíktu á þetta!

Scope of work

DISCOVERY & STRATEGY SERVICES

  • Branding Strategy

BRANDING SERVICES

  • Visual Identity and Assets
  • Brand Guidelines

COMMUNICATIONS SERVICES

  • Messaging, Voice, and Tone
  • Content Strategy and Production

DEVELOPMENT SOLUTIONS SERVICES

  • Front-End Development
  • Back-End Development
  • Payment Solutions