Um verkefnið
Myndgreining Hjartaverndar byggir á grunni myndgreiningar í Hjartavernd þar sem í tæplega tvo áratugi hefur farið fram myndgreining, aðallega í vísindaskyni fyrir rannsóknarstyrktarfé. Myndgreining Hjartaverndar veitir þjónustu, sinnir vísindarannsóknum, greinigu og forvörnum til að öðlast betri skilning á sjúkdómum og hvernig skuli meðhöndla þá.
Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar er boðið upp á segulómun, tölvusneiðamyndir, röntgen, ómun og beinþéttisskönnun. Starfsfólk fyrirtækisins samanstendur af röntgenlæknum, hjartalæknum, geislafræðingum og móttökuriturum.
Ert þú búinn að láta skoða þitt hjarta? Myndgreining veitir þjónustu niðurgreidda af sjúkratryggingu Íslands. Kíktu á vefinn og kynntu þér málið betur.