Um verkefnið
Íslenski hesturinn er stolt okkar og yndi. Það var því sönn ánægja að vinna með Eiðfaxa að nýjum vef. Eiðfaxi er fréttamiðill hestamennskunnar á Íslandi, hér má fræðast um allt sem kemur að íslenska hestinum og hestamennsku. Vefurinn hefur verið stórlega endurbættur með áherslu á áskriftarleið Eiðfaxa. Fyrirtækið hefur verið starfrækt siðan 1977 og séð til þess að miðla hestafréttum með útgáfu blaðsins Eiðfaxi. Áskrifendur fá aðgang að öllum tölublöðum Eiðfaxa á netinu og því greiðan aðgang að yndislestri.
Endilega kíkið á eidfaxi.is og skellið ykkur í áskrift!