Vefforritun er þar sem töfrarnir gerast. Hér fer fram skemmtilegasti hluti verkefnisins, það finnst okkur allavega. Vefforritun kóðar og stílar fyrirfram ákveðna hönnun, við erum í raun að gefa hönnun líf og taka verkefnið af teikniborðinu og gera það að fullunnu tóli.
Með vefsíðugerð, eða vefforritun, er átt við ferlið þar sem hönnun er færð yfir í HTML kóða sem netvafrar lesa og í kjölfarið birta vefsíðuna. Hönnunin sýnir okkur verkið sjónrænt, HTML kóði sýnir vafranum verkið sjónrænt. HTML kóði er uppbygging vefsins, undirstöður, skipulag og skipting hans. Þegar við höfum hráa mynd af vefnum í gegnum HTML kóða bætum við CSS við. CSS ákvarðar liti, leturstærð og lögun, ásamt öðrum stílslegum útlikts og notkunarmöguleikum vefsins.
Það má í raun segja að HTML sé fokhelt hús, CSS sé sama hús, nema núna innréttað.
Nú er komin ansi góð mynd á vefsíðuna, við erum vel á veg komin. Vefir krefjast ýmsa notkunarmöguleika og sérþarfa, hér samþættum við alla þá þætti sem verða að vera til staðar svo vefsíðan sinni sínu. Dæmi um þetta er bókunarkerfi, tengingar við byrgðakerfi, vefverslunar eiginleikar og aðrar sérþarfir sem vefur kann að þarfnast.
VIð erum hrifin af WordPress vefumsjónakerfinu. Við tengjum alla forritun beint inn í WordPress sem gerir það að verkum að þú færð notendavænt vefumsjónakerfi til að halda utan um vefsíðuna þína. Hvort sem þú vilt skipta út mynd, breyta eða aðlaga texta, bæta við vörum, starfsmanni eða setja inn frétt, WordPress mun auðvelda þér lífið til muna. Að sjálfsögðu erum við svo til staðar ef þú þarft aðstoð.
Þetta kann allt að líta full tæknilega út og flókið, þitt verkefni þarf ekki að vera það. Hafðu samband við okkur og skoðum þetta saman. Við erum eiginlega betri í að útskýra vefforitun í síma, enda höfum við þurft að útskýra það í fjölskylduboðum síðustu 10 ár.
Við vinnum með fyrirtækjum & einstaklingum um allan heim.