Avista Care - We take care of you - Avista.is -

Avista Care

Til að tryggja öryggi og aukin líftíma vefsíðna er nauðsynlegt að viðhalda vefnum og öllum þeim notkunarmöguleikum, virkni og kerfum sem koma að honum. Líkt og það þarf að raða í hillur í lok dags, þrífa skrifstofuna eða skipta um dúka á veitingarstaðnum þá þarf vefsíða sinn umsjónaraðila. Avista Care er umsjónaraðili að bestu gerð, við sjáum um allar uppfærslur á kerfum, vöktun og öryggi vefsins sem og ýmsa aðra þjónustu liði sem gera þinn vef enn öflugri.

Afhverju þarf ég vefumsjón?

Flestar vefsíður í dag eru byggðar upp á mismunandi kerfum og með mismunandi tengingar til að mæta mismunandi þörfum vefsíðna. Þessir þættir krefjast utanumhalds þar sem framþróun er mikil í vefmálum og kerfi og tengingar uppfærast reglulega. Án vefumsjónar liggja þessir þættir á hakanum og með tíð og tíma verður vefsíðan hæg, óvirk og berskjölduð. Vefsíða er fjárfesting sem á að nýtast eigendum sem og notendum, með Avista Care ert þú að veita vefsiðunni þinni það utanumhald sem hún þarf til að skila því sem af henni er ætlast.

Öryggi á internetinu

Internetið er órjúfanlegur þáttur í nútíma samfélagi, við erum alltaf tengd þessu víðamikla fyrirbæri, við deilum, skiptumst á og leitum eftir upplýsingum þar dags daglega. Öryggi á internetinu er þar af leiðandi vaxandi krafa á vefsíður. Að sjá til þess að þín vefsíða notist við viðeigandi öryggisstaðla, verndar hana sem og notendur. Avista Care sér til þess að þín vefsíða sé örugg með virkt SSL leyfi, lifi á traustum vefþjónum og afrit séu tekin daglega skyldi eitthvað óvænt koma upp á.

Avista Care - Always Available - Avista.is

Ávallt til staðar

Skrifstofan okkar er opin frá 9-17 alla virka daga, vefsíðan okkar er opin allan sólarhringinn, allt árið um kring. Við vitum mikilvægi þess að vefsíða sé ávalt til staðar og þess vegna tengjum við allar vefsíður í Avista Care við miðlægt vöktunarkerfi. Hér vöktum við vefþjóna og vefsíður og gerum viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við þáttum líkt og auka álagi eða umferð um vefsíðu..

Avista Care - Work together - avista.is

Hefur þú áhuga á Avista Care?

Við vonum að þessi lestur hafi gefið þér góða innsýn í Avista Care vefumsjón. Ekki hika við að hafa samband til að fá ítarlegri upplýsingar, spyrjast fyrir um einstaka atriði eða bara forvitnast aðeins meira.

Sendu okkur línu og við höfum samband við fyrsta tækifæri

Spennandi verkefni

Engin landamæri.

Við vinnum með fyrirtækjum & einstaklingum um allan heim.

# # # # # # #

Reykjavík Ísland view map

Barcelona Spánn view map

San Francisco USA view map