Smart Crawl PRO – Leitarvélabestun

Smart Crawl Pro er eitt af fjölmörgum tólum sem Avista Care bíður upp á. Smart Crawl Pro er tól fyrir leitarvélabestun (SEO), það sér til þess að síðan þín sé rétt stillt og tilbúin að taka á móti Google leitarþjörkum og í kjölfarið fleiri heimsóknum. Tólið er notendavænt, leiðbeinandi og krefst ekki sérþekkingar.

SEO skönnun

Smart Crawl Pro skannar vefinn reglulega með tilliti til SEO og gefur honum einkunn á bilinu 0-100. Tólið listar upp þau atriði sem hafa áhrif á leitarvélar, hvort um ræðir jákvæð eða neikvæð, og hvernig megi leysa þau.

Undir hverri síðu fyrir sig má finna Smart Crawl Pro stjórnborðið:

Það er hér sem galdurinn fer fram að mestu leyti, undir hverri síðu fyrir sig.

Titlar og meta-description

Stjórnaðu hvernig titlar og meta-description birtast á leitarvélum. Settu það sem skiptir máli beint fyrir framann leitarvélanotendur.

  1. Byrjaðu á að velja SEO flipann í valmyndinni:
  2. Næst er smellt á „Edit Meta“
  3. Hér gefst kostur á að breyta bæði SEO Title og Description (Meta-Description):

Titlar og meta-description eru upplýsingarnar sem birtast notanda á leitarniðurstöðu síðum og með deilingum á samfélagsmiðla. Það skiptir miklu máli að þessar upplýsingar séu lýsandi fyrir það sem þær standa fyrir, það er, hvað er ég að fara að sjá ef ég smelli á hlekkinn?

T.d. þegar leitað er eftir Avista vefstofa viljum við að meta-description á forsíðu sé:

Avista vefstofa sérhæfir sig í vefhönnun, vefforritun og vefumsjón fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Við gerum upplýsingasíður, Vefverslanir, bókunarsíður og veflausnir tengdar við ýmsa sérvirkni. Avista leggur kapp á hreinskilni og jákvæðni í samskiptum við sína viðskiptavini.

Að sama skapi á titillinn að vera:

Avista.is | Vefforritun – Vefhönnun og Vefumsjón | Vefstofa

Birtingamyndir eru mismunandi t.d. birtist Titill og Meta Description svona ef vefsíðunni okkar er deilt á Facebook:

Auðvelt er að setja Titla og Meta description í Smart Crawl Pro og stjórna þar með þeim upplýsingum sem sendast frá vefnum.

  • Gefið ykkur tíma í að ákveða Titla þema í gegnum vefinn sem og Meta-Description fyrir hverja síðu, vöru, blogg eða frétt fyrir sig. Það má segja að þessar setningar séu sölutexti fyrir það sem koma skal ef notandi smellir á hlekkinn.

Tengingar við samfélagsmiðla

Undir social flipanum má finna Open Graph og Twitter hólf.

Smart Crawl Pro OpenGraph sér til þess að réttar upplýsingar birtast með efni sem deilt er á samfélagsmiðla. OpenGraph virkar eins og Titlar og meta description.

Við mælum með að taka Meta Description og Title sem gert var í fyrra skrefi og afrita hingað inn í viðeigandi box og velja svo Featured image, tvíverknaður óþarfi.

Hvað gerir Smart Crawl Pro fyrir mig?

Smart Crawl Pro leitarvélabestar vefinn þinn og auðveldar Google leitarþjörkum (Crawlers) að skrapa vefinn. Með réttu efni og réttri uppsetningu fær vefurinn aukið vægi í leitarvélaniðurstöðum sem tengjast þínum rekstri sem og leggur sterkan grunn að langtíma árangri vefsins t.d. Í markaðsherferðum.

Við hvetjum þig til að skoða Smart Crawl Pro og þá möguleika sem tólið bíður upp á. Við getum einnig séð um að setja upp Smart Crawl Pro á þínum vef. Sendu okkur línu og við förum í málið.

Engin landamæri.

Við vinnum með fyrirtækjum & einstaklingum um allan heim.

# # # # # # #

Reykjavík Ísland view map

Barcelona Spánn view map

San Francisco USA view map